Innlent

Leita tveggja bíla sem var stolið

Samúel Karl Ólason skrifar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að tveimur bílum sem hefur verið stolið. Lögreglan óskaði eftir upplýsingum um Mercedes bíl fyrr í dag, en nú hefur komið í ljós að öðrum bíl var stolið.

Mitsubishi Pajero, SI-X48. Svört að lit og árgerð 2008. Var stolið við bifreiðaverkstæði í Hálsahverfi.

Mercedes E 220 CDI, BG-M76. Svartur og árgerð 2014.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar bílarnir eru geta haft samband við lögreglu í síma 444-1000. Einnig er hægt að hringja í 112 ef þeir sjást í akstri og eru á ferðinni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að bifreiðinni BG-M76 sem er af gerðinni Mercedes Benz E 220 CDI. Bifreiðin er svö...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Sunday, March 27, 2016


Fleiri fréttir

Sjá meira