Innlent

Með bilaðan bát í togi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björgunarskipið Björg frá Rifi er nú á leið til hafnar með bilaðan bát í togi.
Björgunarskipið Björg frá Rifi er nú á leið til hafnar með bilaðan bát í togi. MYND/OTTI RAFN SIGMARSSON

Björgunarskipið Björg frá Rifi er nú á leið til hafnar með bilaðan bát í togi. Báðu skipverjar bátsins, sem eru tveir, um aðstoð vegna vélarbilunar rétt eftir klukkan 13:00 í dag.

Bilunin kom upp þegar báturinn var staddur um tvær sjómílur út af Öndverðarnesi. Ekki var talin mikil hætta á ferðum þar sem bátinn rak frá landi og veður var þokkalegt á svæðinu þó það sé leiðindaveður fyrir innan Öndverðanesið.

Gert er ráð fyrir að björgunarskipið komi til hafnar á Rifi rétt fyrir klukkan 16:00.
Fleiri fréttir

Sjá meira