Fótbolti

Balotelli skoraði þegar AC Milan komst í bikarúrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli fagnar hér marki sínu í kvöld.
Mario Balotelli fagnar hér marki sínu í kvöld. Vísir/Getty

AC Milan er komið í bikarúrslitaleikinn á Ítalíu eftir 5-0 sigur í kvöld í seinni undanúrslitaleik sínum á móti C-deildarliði  Alessandria.

AC Milan vann fyrri leikinn 1-0 á útivelli og þar með 6-0 samanlagt.

AC Milan mætir annaðhvort Internazionale eða Juventus í úrslitaleiknum í Róm 21. maí næstkomandi en Juve vann fyrri undanúrslitaleik þeirra 3-0 og er því í góðri stöðu.

Tvö mörk frá Jérémy Ménez og eitt frá Alessio Romagnoli komu AC Milan í 3-0 í fyrri hálfleik og úrslitin voru þá endanlega ráðin.

Mario Balotelli var í byrjunarliði AC Milan og skoraði fimmta og síðasta markið á 89. mínútu en áður hafði Alessio Romagnoli skoraði sitt annað mark í leiknum.

Mario Balotelli hafði einnig skorað sigurmarkið í fyrri leiknum en þetta eru fyrstu mörkin hans síðan að hann snéri til baka eftir meiðsli.

AC Milan hefur ekki unnið ítalska bikarinn í þrettán ár eða síðan liðið vann Roma í tveimur úrslitaleiknum árið 2003.
Fleiri fréttir

Sjá meira