Innlent

Öll drukkin og neituðu að hafa ekið bílnum

Gissur Sigurðsson skrifar
Öll fimm neituðu að hafa ekið bílnum og voru þau fyrir vikið öll vistuð í fangageymslum í nótt.
Öll fimm neituðu að hafa ekið bílnum og voru þau fyrir vikið öll vistuð í fangageymslum í nótt. Vísir/Getty

Ungmennin fimm sem voru handtekin og vistuð í fangageymslum í nótt eftir að bíll sem þau ferðuðust í lenti á vegriði á Þingvallavegi í nótt voru öll undir áhrifum áfengis. Öll neituðu þau að hafa ekið bílnum og voru þau fyrir vikið öll vistuð í fangageymslum í nótt.

Því voru eitthvað meiddir og voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar en að því búnu vistaðir í fangageymslum. Lögregla bindur vonir við að það rifjist upp fyrir fólkinu hver ók bílnum þegar runnið verður af því í dag.

Slysið var á Þingvallavegi til móts við Skálafell um klukkan þrjú í nótt.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira