Innlent

Maðurinn sem slasaðist í Gufunesi látinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn slasaðist á fimmtudagsinn í síðustu viku.
Maðurinn slasaðist á fimmtudagsinn í síðustu viku. Vísir
Karlmaður sem lenti í alvarlegu vinnuslysi í Gufunesi í síðustu viku er látinn. Slysið var í húsi við gömlu Áburðarverksmiðjuna um klukkan tíu að morgni til en fiskikör féllu á manninn. Mbl.is greindi fyrst frá.

Haukur Björnsson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir í samtali við Vísi að maðurinn, sem var um þrítugt, hafi dáið á þriðjudaginn. Hugurinn sé hjá aðstandendum mannsins og starfsfólki fyrirtækisins.

Tildrög slyssins eru í rannsókn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×