Íslenski boltinn

Ótrúleg endurkoma hjá Haukum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Garðar skoraði en það dugði ekki til sigurs.
Garðar skoraði en það dugði ekki til sigurs. vísir/ernir
Haukar komu til baka og náðu í stig eftir að hafa lent 3-0 undir gegn ÍA í riðli 3 í Lengjubikar karla í fótbolta í dag.

Skagamenn unnu 5-0 sigur á Grindavík í fyrsta leik sínum og það stefndi í annan stórsigur í Akraneshöllinni í dag.

Staðan í hálfleik var 2-0, ÍA í vil. Darren Lough og Garðar Gunnlaugsson skoruðu mörkin. Steinar Þorsteinsson kom Akurnesingum svo í 3-0 á 68. mínútu og úrslitin virtust ráðin.

En Haukarnir gáfust ekki upp og Daníel Snorri Guðlaugsson minnkaði muninn í 3-1, aðeins mínútu eftir mark Steinars.

Aran Nganpanya minnkaði muninn enn frekar á 82. mínútu og Daði Snær Ingason jafnaði svo metin fimm mínútum síðar og þar við sat. Lokatölur 3-3.

Arnar Már Guðjónsson, miðjumaður ÍA, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á lokamínútu leiksins.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af urslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×