Sport

Stjörnukonur handhafar allra titlanna í hópfimleikunum | Unnu bikarinn í dag

Óskar Ófeigur Jónssoon skrifar
Stjörnukonur.
Stjörnukonur. Mynd/Fimleikasamband Íslands
Stjarnan varð í dag bikarmeistari í hópfimleikum eftir sigur í WOW bikarinn í hópfimleikum sem fór fram í Ásgarði í Garðabæ.

Þetta var eini titilinn sem Stjarnan átti eftir að taka af Gerplu en Stjarnan hafði áður endað sigurgöngu Gerplu á Íslandsmótinu og á Norðurlandamótinu.

Gerplukonur höfðu unnið bikarkeppnina tíu ár í röð og gerði allt til þess að koma í veg fyrir Stjarnan tæki enn einn titilinn af þeim.

Gerpla kallaði meðal annars tvo keppendur heim úr námi í Danmörku til að keppa með liðinu, auk þess sem Glódís Guðgeirsdóttir tók Gerplugallann úr hillunni.

Stjarnan vann öruggan sigur, fékk 57.550 stig á móti 54.483 stigum hjá Gerplu sem varð í öðru sæti. Ármann/Fjölnir varð í þriðja sæti með 41.483 stig. Selfoss varð bikarmeistari í blönduðum flokki þar sem Gerpla varð í öðru sæti og Stjarnan í því þriðja.

Hér fyrir neðan má sjá þegar úrslitin voru tilkynnt og tíu ára sigurganga Gerplu var á enda.

Stjarnar endar 10 ára sigurgöngu Gerplu og eru WOW bikarmeistarar 2016. Til hamingju!!! WOW air

Posted by Fimleikasamband Íslands on 6. mars 2016
Verðandi bikarmeistarar Stjörnunnar eru hér fyrir neðan að gera sig tilbúnar fyrir bikarkeppnina í dag. Miðað við þessa stemmningu þarf ekki að koma mikið á óvart að þær hafi unnið bikarinn.

Stjörnustúlkur gera sig tilbúnar fyrir dýnu. Þetta verður WOW...

Posted by Fimleikasamband Íslands on 6. mars 2016

Meistaraflokkur1. Stjarnan 57.5502. Gerpla 54.4833. Ármann/Fjölnir 41.483

Posted by Fimleikasamband Íslands on 6. mars 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×