Innlent

Ísland Got Talent: Sjáðu siguratriði kvöldsins

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/daníel þór

Tvö atriði komust áfram í fyrsta undanúrslitaþætti Ísland Got Talent, sem sýndur var í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Baráttan var afar hörð og mjótt var á munum en að lokum stóðu þau Símon og Halla uppi sem sigurvegarar og hljómsveitin Kyrrð hafnaði í öðru sæti.

Atkvæðin féllu jafnt hjá dómurum og skar því símakosningin úr um sigurvegara. Einungis nokkur atkvæði voru á milli Kyrrðar og Guðmundar Reynis, en sem fyrr segir eru aðeins tvö atriði sem fara áfram í úrslitaþáttinn.

Hér fyrir neðan má sjá siguratriðin tvö.


Tengdar fréttirFleiri fréttir

Sjá meira