Fótbolti

Napoli náði ekki toppsætinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Insigne fagnar marki sínu í kvöld.
Insigne fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty

Napoli mistókst að nýta sér tækifæri til að skella sér á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar er liðið gerði 1-1 jafntefli við AC Milan á heimavelli í kvöld.

Juventus gerði á föstudag markalaust jafntefli við Bologna sem þýddi að Napoli hefði með sigri í kvöld farið á toppinn.

Lorenzo Inaigne kom liðinu yfir á 39. mínútu en Giacomo Bonaventura jafnaði metin fyrir gestina aðeins fimm mínútum síðar og þar við sat.

AC milan hefur nú ekki tapað í átta leikjum í röð og er í sjötta sæti deildarinnar með 44 stig. Juventus er efst með 58 stig og Napoli er með 57 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira