Sport

Sveinbjörn í fyrsta sinn meðal 100 efstu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sveinbjörn Iura.
Sveinbjörn Iura. Mynd/jsi.is
Júdókappinn Sveinbjörn Iura er kominn í hóp 100 efstu manna á styrkleikalista Alþjóðajúdósambandsins í -81 kg flokki í fyrsta sinn á ferlinum.

Sveinbjörn komst um helgina áfram í aðra umferð á sterku móti í Düsseldorf um helgina eftir að hafa unnið Austurríkismann í fyrstu umferð. Hann tapaði svo fyrir grískum keppanda og féll úr leik.

Þetta er í þriðja sinn í röð sem Sveinbjörn kemst áfram upp úr fyrstu umferðinni en hann gerði það einnig á Grand Slam-mótum í Tókýó og París.

Árangurinn fleytti honum í 99. sæti heimslistans í sínum þyngdarflokki en hnn var í 232. sæti í byrjun nóvember.

Sveinbjörn keppir nú að því að vinna sér þáttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó en það gerir einnig Þormóður Árni Jónsson, sem er nú í 71. sæti í +100 kg flokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×