Lífið

Seth Rogen kennir fólki að vefja hina fullkomnu jónu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rogen fer á kostum í þessu myndbandi.
Rogen fer á kostum í þessu myndbandi. vísir

Gamanleikarinn Seth Rogen er mjög þekktur í hinum stóra heimi og hefur hann komið fram í heilum helling af kvikmyndum í Hollywood.

Í nýju myndbandi sem sjá má á YouTube kemur hann fram og kennir fólki að vefja hina fullkomnu jónu. Myndbandið er framleitt af vefsíðunni Merryjane.com sem er í eigu rapparans Snoop Dogg.

Kennslumyndbandið er mjög ítarlegt og fer hann vel yfir hlutina í smáatriðum en hér að neðan má sjá umrætt myndband. 
Fleiri fréttir

Sjá meira