Fótbolti

Glódís Perla skoraði í bikarsigri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Glódís Perla.
Glódís Perla. Vísir

Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrsta markið er Eskilstuna vann öruggan sigur á Örebro í fyrsta keppnisleik nýs tímabil í Svíþjóð.

Eskilstuna hafði betur, 4-0, en Glódís Perla skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu með góðu skoti.

Anna Björk Kristjánsdóttir gekk í raðir Örebro frá Stjörnunni fyrir tímabilið og var í byrjunarliði sænska liðsins í kvöld.

Með sigrinum er Eskilstuna komið áfram í fjórðungsúrslit keppninnar en nýtt tímabil í sænsku úrvalsdeildinni hefst um miðjan apríl.Fleiri fréttir

Sjá meira