Fótbolti

Glódís Perla skoraði í bikarsigri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Glódís Perla.
Glódís Perla. Vísir

Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrsta markið er Eskilstuna vann öruggan sigur á Örebro í fyrsta keppnisleik nýs tímabil í Svíþjóð.

Eskilstuna hafði betur, 4-0, en Glódís Perla skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu með góðu skoti.

Anna Björk Kristjánsdóttir gekk í raðir Örebro frá Stjörnunni fyrir tímabilið og var í byrjunarliði sænska liðsins í kvöld.

Með sigrinum er Eskilstuna komið áfram í fjórðungsúrslit keppninnar en nýtt tímabil í sænsku úrvalsdeildinni hefst um miðjan apríl.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira