Fótbolti

„Kústskaftsræninginn“ reyndi að beita Bayern fjárkúgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Maður sem er þekktur sem „kústskaftsræninginn“ í Þýskalandi hefur verið handtekinn vegna tilraunar til að beita þýska knattspyrnuliðið Bayern München fjárkúgun.

Maðurinn sendi félaginu tvær sprengjuhótanir skrifleiðis í pósti. Bréfin sendi hann 9. og 15. febrúar og fór hann fram á eina milljón evra í peningum og demanta að virði tveggja milljóna evra.

Lögreglan í München handtók svo 63 ára gamlan mann sem er sakfelldur bankaræningi. Árið 1999 var hann sakfelldur í sautján ákæruliðum fyrir bankarán og dæmdur í 13 ára fangelsi en var svo sleppt lausum til reynslu árið 2009.

Maðurinn vann það sér til frægðar að ræna banka og halda fólki í gíslingu með því að læsa að sér með kústskafti, áður en hann kom sér undan með háar fjárhæðir.
Fleiri fréttir

Sjá meira