Lífið

Jamie Oliver væri til í að sjá bakarí í Hallgrímskirkju

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kokkurinn birti mynd af Hallgrímskirkju á Instagram í kvöld.
Kokkurinn birti mynd af Hallgrímskirkju á Instagram í kvöld. vísir/jamie oliver/getty

Breski stjörnukokkurinn Jamie Oliver hefur verið á Íslandi á síðustu daga ásamt eiginkonu sinni, Jools. Kokkurinn hefur birt nokkrar myndir frá ferðinni á samfélagsmiðlum og í kvöld birti hann mynd af Hallgrímskirkju á Instagram.

Við myndina ritar hann á ensku “Very Cool church design in Iceland - be cool with a bakery at the bottom” sem á íslensku gæti útlagst:

„Mjög kúl hönnun á kirkju á Íslandi – væri kúl að hafa bakarí á neðstu hæðinni.“

Það má því segja að Jamie Oliver væri til í að sjá bakarí í Hallgrímskirkju.
 

Very Cool church design in Iceland - be cool with a bakery at the bottom

A photo posted by Jamie Oliver (@jamieoliver) on


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira