Innlent

Tveir á slysadeild eftir harðan árekstur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Áreksturinn varð við gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar, rétt austan við álverið í Straumsvík.
Áreksturinn varð við gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar, rétt austan við álverið í Straumsvík. Kort/Loftmyndir.is

Harður árekstur varð við gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar, rétt austan við álverið í Straumsvík, á þriðja tímanum í dag. Virðist öðrum bílnum hafa verið ekið inn í hinn.

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið klukkan 14:45 og fóru tveir sjúkrabílar á vettvang auk dælubíls.

Bílarnir voru illa farnir og þurfti að beita klippum til að ná fólki úr bílunum. Voru tveir fluttir á slysadeild en þeir munu ekki vera alvarlega slasaðir.
Fleiri fréttir

Sjá meira