Lífið

Nálurefill eftir mörg þúsund börn á Íslandi

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Börn á Akranesi hafa fjölmennt á Nálusýninguna. Hér er Eva Þengilsdóttir með nokkrum þeirra.
Börn á Akranesi hafa fjölmennt á Nálusýninguna. Hér er Eva Þengilsdóttir með nokkrum þeirra. Myndir/Bókasafn Akraness

Sýningin Nála er nú í bókasafninu á Akranesi. Hún er búin að fara hringinn um landið á einu ári. Nokkur þúsund gestir hafa sótt hana og jafnframt tekið þátt í að móta hana.

Nála er nokkurskonar afkvæmi bókarinnar Nálu - Riddarasögu eftir Evu Þengilsdóttur. Kveikjan að sögunni var Riddarateppi frá 1700 sem er til sýnis á Þjóðminjasafninu og því var sýningin opnuð þar.Hér er unnið af kappi við Nálurefilinn í bókasafni Akraness.

Á Nálusýningunni hafa krakkar kubbað, æft sig í krosssaum og hlustað á upplestur á Nálu - Riddarasögu. 

Einn hluti sýningarinnar er 90 metra langur pappírsrefill. Á hann hafa mörg þúsund börn teiknað myndir í öllum regnbogans litum. Refillinn er rúðustrikaður og myndirnar með krosssaumsmynstri, líkar þeim sem eru í bókinni.

Á Akranesi lýkur sýningunni 24. febrúar. Eftir það fer refillinn langi austur á Hvolsvöll og verður sýndur á Njálusetrinu - þar er einmitt verið að sauma Njálurefil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira