Fótbolti

Zidane: Varane er ekkert á leiðinni frá okkur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Raphael Varane
Raphael Varane Vísir/getty

Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, hafnar því alfarið að Raphael Varane sé á leiðinni til Manchester United næsta sumar.

Talið er líklegt að Jose Mourinho taka við United í sumar og það verði eitt af hans fyrstu verkum að klófesta Varane.

„Auðvitað myndi hann vilja fá Raphael, hann þekkir hann vel og fékk hann til Real Madrid á sínum tíma. Ég vill aftur á móti halda Varane hjá félaginu.“

Þessi 22 ára leikmaður gekk í raðir Real Madrid árið 2011.
Fleiri fréttir

Sjá meira