Fótbolti

Zidane: Varane er ekkert á leiðinni frá okkur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Raphael Varane
Raphael Varane Vísir/getty

Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, hafnar því alfarið að Raphael Varane sé á leiðinni til Manchester United næsta sumar.

Talið er líklegt að Jose Mourinho taka við United í sumar og það verði eitt af hans fyrstu verkum að klófesta Varane.

„Auðvitað myndi hann vilja fá Raphael, hann þekkir hann vel og fékk hann til Real Madrid á sínum tíma. Ég vill aftur á móti halda Varane hjá félaginu.“

Þessi 22 ára leikmaður gekk í raðir Real Madrid árið 2011.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira