Fótbolti

Basel með fimmtán stiga forskot á toppi deildarinnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birkir og félagar eru með mikla yfirburði í Sviss.
Birkir og félagar eru með mikla yfirburði í Sviss. vísir/epa

Basel valtaði yfir Grasshopper, 4-0, í Svissnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Birkir Bjarnason kom inn á af bekknum í upphafi síðari hálfleiksins og kláraði leikinn fyrir Basel.

Michael Lang gerði tvö mörk fyrir Basel í leiknum og Marek Suchy og Luca Zuffi sitt markið hvor.

Um var að ræða leik milli tveggja efstu liða deildarinnar en Basel er reyndar 15 stigum fyrir ofan Grasshopper. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira