Fótbolti

Balotelli gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir AC Milan

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mario Balotelli aftur kominn í vandræði?
Mario Balotelli aftur kominn í vandræði? vísir/getty

Mario Balotelli gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir AC Milan, en hann átti skelfilegan dag í sigri liðsins gegn Genoa um helgina.

AC Milan vann leikinn, 2-1, með mörkum Carlos Bacca og Keisuke Honda, en Balotelli var gagnrýndur af þjálfara sínum Sinisa Mihajlovic fyrir að leggja sig ekki nógu mikið fram.

Þjálfarinn ýjaði að því í viðtali eftir leik að Balotelli og fleiri sem höfðu takmarkaðan áhuga á að spila leikinn um helgina komi ekki aftur við sögu hjá Mílanóliðinu.

„Við þurftum að vinna og við gerðum það,“ sagði Mihajlovic eftir leikinn. „Þetta var aldrei í hættu.“

„Við áttum að skora þriðja markið og ekki vera í þessu stressi undir lokin. En þetta er líka mér að kenna og þeim leikmönnum sem lögðu sig ekki fram. Þeir sem fórnuðu sér ekki fyrir liðið fram á 94. mínútu munu ekki stíga fæti út á völlinn framar.“

„Það var ekki bara Balotelli. Það voru tveir til þrír til viðbótar. Þeir vita upp á sig skömmina,“ sagði Sinisa Mihajlovic.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira