Lífið

Allt morandi í hæfileikum í "Breiðholt Got Talent“

Atli Ísleifsson skrifar
Atriðin voru hvert öðru betra.
Atriðin voru hvert öðru betra.

Hæfileikakeppnin „Breiðholt Got Talent“ fór fram fyrr í dag en hún var haldin á vegum Frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs.

Alls voru 35 börn sem tóku þátt í tíu dans og/eða söngatriðum.

Í tilkynningu frá Miðbergi kemur fram að atriðin hafi verið hvert öðru betra og hafi dómnefndin ekki verið öfundsverð af því að þurfa að velja sigurvegara.

Öll atriðin fengu viðurkenningu og má þar til dæmis nefna „Frumlegasta atriðið“, „Bjartasta vonin“ og „Svalasta atriðið“.

Það var Rakel Ósk Ólafsdóttir, frístundaheimilinu Álfheimum, sem fór með sigur af hólmi í dag en hún var ein á sviðinu og söng lagið „Raddirnar“ eftir Gretu Salóme.

Mynd/Herdís Snorradóttir
Mynd/Herdís Snorradóttir
Mynd/Herdís Snorradóttir


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira