Innlent

Matarbakkar þriðjungi dýrari hjá Kópavogsbæ

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Reykjavíkurborg hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki mötuneyti opin alla daga vikunnar til að koma í veg fyrir félagslega einangrun eldri borgara. Eingöngu Mosfellsbær og Seltjarnarnes bjóða upp á mötuneytismat um helgar.
Reykjavíkurborg hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki mötuneyti opin alla daga vikunnar til að koma í veg fyrir félagslega einangrun eldri borgara. Eingöngu Mosfellsbær og Seltjarnarnes bjóða upp á mötuneytismat um helgar. vísir/valli
Fréttablaðið fékk upplýsingar um verð á mat í mötuneytum fyrir eldri borgara, verð á heimsendum matarbökkum og hversu oft væri opið í mötuneytum sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í kjölfar mikillar umræðu um mat til eldri borgara í Reykjavík.

Máltíð í mötuneyti og matarbakkar í Reykjavík eru á lægsta verði og eitt mötuneyti af sautján í borginni er opið um helgar. Seltjarnarnes kemur fast á hæla Reykjavíkur með næstlægsta verðið en þar er mötuneytið opið alla daga vikunnar. Mosfellsbær er eina bæjarfélagið fyrir utan Seltjarnarnes sem hefur opið alla daga. En Mosfellsbær niðurgreiðir ekki matinn.

„Allur matur handa eldri borgurum í Mosfellsbæ kemur úr mötuneyti Eirar. Það er hagkvæmni fólgin í því. Langflestir sem nota þjónustuna eru í föstu fæði og fá máltíðina á 800 krónur en stök máltíð kostar 1.200 krónur,“ segir Valgerður Magnúsdóttir, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara.

Garðabær er eina sveitarfélagið fyrir utan Mosfellsbæ sem niðurgreiðir ekki máltíðina. Öll sveitarfélögin niðurgreiða þó heim­sendingarnar á matarbökkunum. Í Hafnarfirði er hæsta niðurgreiðslan á matnum og verðið með því lægsta.

Ef verðið á stakri máltíð í Mosfellsbæ er ekki tekið með, enda fáir sem greiða það verð, þá er dýrasta máltíðin og dýrasti matarbakkinn í Kópavogi. Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill Kópavogsbæjar, segir skipulag á matarmálum bæjarins vera í endurskoðun.

Matarþjónusta við eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×