Innlent

Kólnar á morgun

Birgir Olgeirsson skrifar
Samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands mun draga úr vindi og úrkomu í nótt.
Samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands mun draga úr vindi og úrkomu í nótt. Vísir/Stefán

Það mun kólna enn frekar á landinu öllu á morgun eftir þó nokkra kuldatíð undanfarna daga. Samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands mun draga úr vindi og úrkomu í nótt, norðlæg átt 5 – 13 metrar á sekúndu á morgun og él á Norður- og Austurlandi. Hvassari austan til á Suðausturlandi, en annars að mestu bjartviðri. Hiti 0 – 8 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Austan 8-15 m/s og snjókoma eða él, hægari og úrkomulítið NA-til á landinu. Frost 1 til 15 stig, kaldast í innsveitum NA-lands.

Á fimmtudag:
Gengur austan hvassviðri eða storm með snjókomu, en snýst í suðlæga átt S-lands um kvöldið og hlýnar heldur.

Á föstudag:
Hvöss norðaustanátt og snjókoma NV-til, annars mun hægari austlæg eða breytileg átt og víða úrkomulítið. Frost 0 til 8 stig.

Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Norðaustanátt með snjókomu eða éljum, en að mestu bjart S-lands. Hiti breytist lítið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira