Íslenski boltinn

Margrét Lára með fernu í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir í leik með Val fyrir átta árum.
Margrét Lára Viðarsdóttir í leik með Val fyrir átta árum. Vísir/Auðunn

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fjögur mörk í kvöld þegar Valskonur unnu 7-0 sigur á ÍR í B-riðli Reykjavíkurmóts kvenna í knattspyrnu.

Margrét Lára Viðarsdóttir var að spila sinn þriðja leik í Reykjavíkurmótinu en þetta eru fyrstu opinberu leikir hennar með Val síðan að hún snéri aftur eftir sjö ára dvöl í atvinnumennsku.

Margrét Lára hefur skorað átta mörk í fyrstu þremur leikjunum og Valsliðið hefur unnið þá alla með markatölunni 12-0. Margrét hefur skorað 67 prósent markanna.  

Margrét Lára skoraði mörkin sín á 5., 27., 54. og 69. mínútu. Hún spilaði ekki síðustu tuttugu mínútur leiksins.

Hin þrjú mörk Valsliðsins í kvöld skoruðu þær Málfríður Anna Eiríksdóttir, Vesna Elísa Smiljkovic og Bergrós Lilja Jónsdóttir.
Fleiri fréttir

Sjá meira