Innlent

Hellisheiði og fleiri vegum lokað

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Hellisheiði, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði lokað vegna veðurs, sem og þjóðvegi 1 frá Hvolsvelli að Jökulsá.
Hellisheiði, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði lokað vegna veðurs, sem og þjóðvegi 1 frá Hvolsvelli að Jökulsá. vísir/auðunn

Hellisheiði, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Sandskeiði og Þrengslum hefur verið lokað vegna veðurs. Þá er búið að loka þjóðvegi 1 frá Hvolsvelli að Jökulsá á Breiðamerkursandi og búist er við að grípa þurfi til lokana á vegum á Suðvesturlandi.

Á vef Vegagerðarinnar segir að ljóst sé að ekkert ferðaveður verði um norðanvert og norðvestanvert landið í dag og á morgun. Í Dölum, á Snæfellsnesi og áfram til Vestfjarða verður veður orðið mjög slæmt um klukkan 15 og reiknað er með að fjallvegir lokist.

Staðan klukkan 14.30.

Á norðurleiðinni frá Holtavörðuheiði og til Akureyrar má búast við að fjallvegir loki síðdegis. Á þeirri leið er varað við miklu hvassviðri.

Einnig má búast við að Siglufjarðarvegur lokist síðdegis vegna óveðurs og snjóflóðahættu. 

Einnig er spáð  úrkomu, hvassviðris og afleitu ferðaveðurs á Norðausturlandi og Austfjörðum þar má búast við að færð spillist og fjallvegir lokist síðdegis.

Á það einkum við um Víkurskarð og Fjarðarheiði fyrst, síðan aðrar leiðir þegar líður á daginn, Mývatns og Möðrudalsöræfi, Oddskarð, Fagradal,Vatnsskarð eystra, Hófaskarð undir kvöld.

Veðurspá gerir síðan ráð fyrir að veður skáni fyrir hádegi á morgun.

Frétt uppfærð klukkan 14.30


Tengdar fréttir

Mikil snjóflóðahætta á Vestfjörðum

Miikil snjóflóðahætta er nú á norðanverðum Vestfjörðum. Óstöðugleiki hefur verið í snjóþekjunni og nokkru snjóflóð hafa fallilð fyrr í vikunni, en öll fjarri byggð. Spáð er töluverðri snjókomu í dag og á morgun og má búast við að snjóflóðahætta aukist hratt, segja sérfræðingar Veðurstofunnar.

Hviður gætu farið upp í 50 metra á sekúndu

Hringveginum verður lokað klukkan 12 frá Hvolsvelli að Jökulsá á Breiðamerkursandi. Þá er búið að fella niður kennslu í Fjölbrautaskóla Suðurlands eftir hádegi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira