Innlent

Hellisheiði og fleiri vegum lokað

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Hellisheiði, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði lokað vegna veðurs, sem og þjóðvegi 1 frá Hvolsvelli að Jökulsá.
Hellisheiði, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði lokað vegna veðurs, sem og þjóðvegi 1 frá Hvolsvelli að Jökulsá. vísir/auðunn

Hellisheiði, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Sandskeiði og Þrengslum hefur verið lokað vegna veðurs. Þá er búið að loka þjóðvegi 1 frá Hvolsvelli að Jökulsá á Breiðamerkursandi og búist er við að grípa þurfi til lokana á vegum á Suðvesturlandi.

Á vef Vegagerðarinnar segir að ljóst sé að ekkert ferðaveður verði um norðanvert og norðvestanvert landið í dag og á morgun. Í Dölum, á Snæfellsnesi og áfram til Vestfjarða verður veður orðið mjög slæmt um klukkan 15 og reiknað er með að fjallvegir lokist.

Staðan klukkan 14.30.

Á norðurleiðinni frá Holtavörðuheiði og til Akureyrar má búast við að fjallvegir loki síðdegis. Á þeirri leið er varað við miklu hvassviðri.

Einnig má búast við að Siglufjarðarvegur lokist síðdegis vegna óveðurs og snjóflóðahættu. 

Einnig er spáð  úrkomu, hvassviðris og afleitu ferðaveðurs á Norðausturlandi og Austfjörðum þar má búast við að færð spillist og fjallvegir lokist síðdegis.

Á það einkum við um Víkurskarð og Fjarðarheiði fyrst, síðan aðrar leiðir þegar líður á daginn, Mývatns og Möðrudalsöræfi, Oddskarð, Fagradal,Vatnsskarð eystra, Hófaskarð undir kvöld.

Veðurspá gerir síðan ráð fyrir að veður skáni fyrir hádegi á morgun.

Frétt uppfærð klukkan 14.30


Tengdar fréttir

Mikil snjóflóðahætta á Vestfjörðum

Miikil snjóflóðahætta er nú á norðanverðum Vestfjörðum. Óstöðugleiki hefur verið í snjóþekjunni og nokkru snjóflóð hafa fallilð fyrr í vikunni, en öll fjarri byggð. Spáð er töluverðri snjókomu í dag og á morgun og má búast við að snjóflóðahætta aukist hratt, segja sérfræðingar Veðurstofunnar.

Hviður gætu farið upp í 50 metra á sekúndu

Hringveginum verður lokað klukkan 12 frá Hvolsvelli að Jökulsá á Breiðamerkursandi. Þá er búið að fella niður kennslu í Fjölbrautaskóla Suðurlands eftir hádegi.
Fleiri fréttir

Sjá meira