Íslenski boltinn

Sjáðu glæsimark Ingvars og öll hin mörkin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

1. deildarlið Leiknis var í banastuði í kvöld er það pakkaði Pepsi-deildarliði Vals saman í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins.

Valsmenn komust yfir í leiknum á 15. mínútu en sáu síðan ekki til sólar.

Breiðhyltingar tóku leikinn yfir, skoruðu fjögur mörk og fögnuðu öruggum 4-1 sigri.

Öll mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Leiknir Reykjavíkurmeistari

Leiknismenn tryggðu sér í kvöld Reykjavíkurmeistaratitilinn í knattspyrnu með öruggum sigri á Valsmönnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira