Innlent

Konugleg heimsókn í Reykjavík

Heimir Már Pétursson skrifar

Joachim Danaprins og Marie prinsessa eiginkona hans fóru í bíltúr um Reykjavík í morgun á öðrum degi heimsóknar sinnar til borgarinnar til að skoða áhrif dansks arkitektúrs í borginni.

Að því loknu heimsótti hið konunglega par Hörpu en þar fer saman íslenskur og danskur arkitektur, þar sem húsið er hannað af Íslendingum en glerhjúpurinn af dansk - íslenska listamanninum Ólafi Elíassyni.

Eftir það heimsóttu Joachim og Marie feðgana Eyjólf Pálsson og Kjartan Pál Eyjólfsson í EPAL sem býður bæði upp á danska og íslenska hönnun á munum ýmis konar og húsgögnum.

Heimsókn hjónanna hófst í Norræna húsinu í gærkvöldi þar sem fram fór hátíðarfundur í Dansk - Íslenska félaginu í tilefni af hundrað ára afmæli félagsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira