Innlent

Flugvirkjaverkfall farið að bíta

Verkfall flugvirkja hjá samgöngustofu er farið að hafa veruleg áhrif á flugrekendur í landinu, en þeir fara yfir allar nýjar vélar sem bætast í flotann og veita heimildir til skráningar á þeim. Ein flugvél frá flugfélaginu Erni fær ekki loftfærisskírteini vegna þessa, tafir eru að verða á afhendingu Bombardier vélanna þriggja, sem Flugfélag Íslands er að kaupa, og allt stefnir í að koma þriggja þotna inn í flugflota Wow Air , sé að verða í uppnámi.

Sex flugvirkjar starfa hjá Samgöngustofu og hafa þeir vreið í verkfalli síða ellefta janúar. Nýr samningafundur hefur ekki verið boðaður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira