Innlent

Umfangsmikil áfengisviðskipti á Facebook

Jakob Bjarnar skrifar
Umfangsmikil viðskipti með áfengi fer fram í lokuðum hópi á Facebook.
Umfangsmikil viðskipti með áfengi fer fram í lokuðum hópi á Facebook. getty

Á Facebook kennir ýmissa grasa og er þar meðal annars að finna ákaflega virkan hóp þar sem höndlað er með áfengi. Hópurinn er lokaður en þar fara fram að því er virðist verulega umfangsmikil viðskipti.

Heimildarmaður Vísis, sem er meðlimur í hópnum og til þess að gera nýgenginn í hann, segir það hafa komið sér mest á óvart hversu virkt þetta samfélag er en meðlimir þar eru 2.866 talsins.

„Verð á ferðinni í kvöld, er með TUBORG, EGILS GULL, VÍKING GYLLTAN. Einnig SMIRNOFF, ÓPAL og TÓPAS Sími [XXXXXXX] (Nova) það er best að hringja“.

Heimildarmaður Vísis segir að nú langi sig til dæmis í bjór og fyrir fjórum mínútum var einn að pósta að hann væri á ferðinni með átta tegundir í skottinu.

Nokkuð líflegt er um að litast í hópnum, samkvæmt skjáskotum sem Vísir er með undir höndum. Þannig spyr einn: „Er einhver með landa?“ Og honum er svara að tiltekinn sölumaður sé komið aftur á ferðina og sá sé bestur. Með fylgir svo símanúmer.

Annar segist vera á ferðinni með „rútur í skottinu“ og enn einn segir: „Vantar bjór í kó. eikkur á ferðinni?“

Og einn spyr eftir vodka, einhver? Og setur við kr 7,000. Honum er svarað að það sé inni í myndinni, Reykja vodka 1l sem fer á 9 þúsund krónur, og bent á að slíkt fari á 8890 krónur í ríkinu. Ekki getur það talist mikil álagning miðað við útselt verð úr ÁTVR.

Vísir sendi spurningu á þann mann sem skráður er umsjónarmaður hópsins, þá hvort þetta framtak megi ekki teljast á gráu svæði gagnvart lögum, en þegar þetta er skrifað hefur enn ekki borist svar við þeirri spurningu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira