Körfubolti

Keflavík flaug í undanúrslit

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur.
Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur. vísir/vilhelm

Topplið Dominos-deildar karla var ekki í neinum vandræðum með gömlu kempurnar í B-liði Njarðvíkur í kvöld.

Þá mættust liðin í Ljónagryfjunni í leik í átta liða úrslitum bikarkeppninnar.

Keflavík vann fyrsta leikhlutann 33-13 og leit aldrei til baka. Liðið vann svo sannfærandi sigur, 84-108.

Allir leikmenn Keflavíkurliðsins skoruðu í kvöld en Brenton Birmingham var atkvæðamestur í liði Njarðvíkur.

Keflavík spilar gegn Þór í Þorlákshöfn í undanúrslitunum.

Njarðvík b-Keflavík 84-108 (13-33, 20-26, 20-26, 31-23)

Njarðvík b: Brenton Joe Birmingham 15/4 fráköst, Gabríel Sindri Möller 12/7 fráköst, Sævar Garðarsson 11, Páll Kristinsson 9/6 fráköst/6 stoðsendingar, Styrmir Gauti Fjeldsted 8/9 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 7, Hjörtur Magnús Guðbjartsson 6, Andri Fannar Freysson 5, Kristinn Örn Agnarsson 5, Grétar Már Garðarsson 3, Halldór Rúnar Karlsson 2/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ásgeir Snær Guðbjartsson 1.

Keflavík: Andrés Kristleifsson 20, Ágúst Orrason 15/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12, Guðmundur Jónsson 10/6 fráköst, Earl Brown Jr. 9/5 fráköst, Magnús Már Traustason 9/4 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 8, Andri Daníelsson 8, Valur Orri Valsson 7, Reggie Dupree 4/5 fráköst, Daði Lár Jónsson 4/5 fráköst, Kristján Örn Rúnarsson 2.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira