Íslenski boltinn

Víkingar unnu KR-inga sem enduðu níu inn á vellinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Víkingar unnu dramatískan sigur á KR í kvöld.
Víkingar unnu dramatískan sigur á KR í kvöld. Vísir/Stefán

Víkingur vann 3-2 sigur á KR í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í Egilshöllinni í kvöld en sigurmark Víkinga kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins.

Ívar Jónsson tryggði Víkingum sigurinn með marki á fjórðu mínútu í uppbótartíma en Sindri Snær Jensson, markvörður fékk þá dæmt á sig víti og fékk að auki rautt spjald þegar hann felldi Víkinginn Andri Rúnar Bjarnason.

Ívar Jónsson skoraði tvö af þremur mörkum Víkingsliðsins í leiknum en fyrra markið hans frábært þar sem hann skoraði með geggjuðu skoti af um 35 metra færi.

Pálmi Rafn Pálmason kom KR í 1-0 strax á 9. mínútu leiksins en Ívar jafnaði á 41. mínútu.

KR-ingurinn Gunnar Þór Gunnarsson fékk rautt spjald fyrir brot á Viktor Bjarka Arnarssyni sem var að sleppa í gegn á 50. mínútu leiksins.

Stefán Þór Pálsson kom Víkingum yfir ellefu mínútum eftir rauða spjaldið en Aron Bjarki Jósepsson jafnaði fyrir tíu KR-inga með marki úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok.

Þannig var staðan þar til að Víkingar fengu vítaspyrnu á fjórðu mínútu uppbótartímans og Ívar tryggði Víkingum öll þrjú stigin.

Víkingar hafa fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki sína en þetta var fyrstu leikur KR-inga á Reykjavíkurmótinu í ár. Víkingar skoruðu einnig þrjú mörk á móti ÍR en þá dugði það bara til jafnteflis.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira