Innlent

Lögreglan leitar að ökumanni sem ók á 14 ára stúlku

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglu var tilkynnt um slysið daginn eftir en stúlkan er marin og bólgin eftir slysið.
Lögreglu var tilkynnt um slysið daginn eftir en stúlkan er marin og bólgin eftir slysið. Vísir/Stefán

Ekið var á fjórtán ára stúlku í Grafarvogi á miðvikudag og leitar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að ökumanninum.

Slysið átti sér stað á mótum Logafoldar og Fjallkonuvegar, norðaustan Foldaskóla í Grafarvogi, klukkan 12:45 síðastliðinn miðvikudag. Lögreglu var tilkynnt um slysið daginn eftir en stúlkan er marin og bólgin eftir slysið.

Lögreglan biður umræddan ökumann um að gefa sig fram en hafi aðrir orðið vitni að slysinu eru þeir beðnir um að hafa samband í síma 444-1000. Upplýsingum um málið má sömuleiðis koma á framfæri í tölvupósti á netfangið valgardurv@lrh.is eða í einkaskilaboðum á Facebook-síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns sem ók dökkbláum fólksbíl á fjórtán ára stúlku á mótum Logafoldar og...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Friday, January 15, 2016


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira