Körfubolti

"Ég er kominn heim“ sungið á táknmáli

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lagið Ég er kominn heim eftir E. Kalmån við texta Jóns Sigurðssonar er orðið óobinbert lag íslensku landsliðanna í boltagreinum.

Stuðningsmenn karlalandsliðsins í körfubolta sungu lagið eftir síðasta leik liðsins á EM í Berlín síðasta sumar og vakti það mikla athygli.

Lagið var svo spilað á Laugardalsvellinum þegar karlalandsliðið í fótbolta komst á EM í fyrsta sinn og eftir sigur handboltalandsliðsins gegn Noregi á EM sungu stuðningsmenn íslenska liðsins og leikmenn lagið saman eftir leik.

Körfuknattleikssamband Íslands og Félag hernarlausra unnu saman að myndbandi við lagið, en hugmyndin að verkefninu kom frá Björgu Hafsteinsdóttur, fyrrverandi landsliðskonu Íslands.

Hulda Halldórsdóttir syngur lagið á táknmáli ásamt leikmönnum úr A-landsliði karla og kvenna; þeim Auði Írisi Ólafsdóttur, Bryndísi Guðmundsdóttur, Helenu Sverrisdóttur, Pálínu Gunnlaugsdóttur, Hauki Helga Pálsyni, Ragnari Natanaelsyni og Ægi Þór Steinarsyni.

Myndbandið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×