Handbolti

Erlingur vill fá Hans Lindberg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hans Lindberg.
Hans Lindberg. Vísir/EPA
Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg, er að leita sér að nýju félagi eftir lið hans HSV Hamborg varð gjaldþrota og nú er líklegt að hann endi sem Berlínar-refur.

Hans Lindberg á íslenska foreldra en hann er alinn upp í Danmörku og ákvað að spila með danska landsliðinu. Hann hefur lengi verið í hópi bestu hægri hornamanna heims.

Það var strax vitað að mörg félög höfðu áhuga á að fá Hans Lindberg til sín og nú hefur framkvæmdastjóri Füchse Berlin gefið það út í viðtölum við þýska fjölmiðla að hann vilji fá Lindberg til Berlínar.

Íslendingurinn Erlingur Birgir Richardsson þjálfar lið Füchse Berlin og Bjarki Már Elísson spilar í vinstri horni liðsins. Erlingur Birgir er á sínu fyrsta ári en hann tók við liðinu af Degi Sigurðssyni.

„Já, ég vil fá hann til okkar en hann hefur samt ekki skrifað undir neitt ennþá," sagði Bob Hanning, framkvæmdastjóri üchse Berlin, við handball-world.com.

Hans Lindberg er orðinn 34 ára gamall og hefur spilað með HSV Hamburg frá árinu 2007 þegar hann kom þangað frá Viborg HK. Hann hefur tvisvar orðið markakóngur í þýsku deildinni og vann bæði þýsku deildina og Meistaradeildina með liði HSV Hamburg.

Lindberg hefur skoraði 3 mörk í fyrstu tveimur leikjum Dana á Evrópumótinu en hann er með 590 mörk í 213 landsleikjum á ferlinum.

„Ég vona að við fáum hann til að koma til okkar. Við höfum fengið jákvæð skilaboð frá umboðsmanni hans," sagði Bob Hanning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×