Fótbolti

Zidane mætti með alla fjölskylduna | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zinedine Zidane og öll fjölskyldan.
Zinedine Zidane og öll fjölskyldan. Vísir/AFP

Zinedine Zidane var í kvöld kynntur sem nýr þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid en hann mun taka við liðinu af Rafael Benitez sem var rekinn eftir aðeins sjö mánuði í starfi.

Florentino Pérez og Zinedine Zidane komu saman á blaðamannafundinn, meira en hálftíma eftir að hann átti að byrja. Pérez byrjaði á því að tilkynna brottrekstur Benitez og kynnti svo Zidane sem hélt stutta tölu.

Zinedine Zidane er 43 ára gamall og í hópi bestu knattspyrnumanna allra tíma. Hann lék með Real Madrid síðustu fimm árin á ferlinum eftir að félagið keypti hann frá Juventus og gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni allra tíma.

Sjá einnig: Florentino Pérez staðfesti brottrekstur Benitez

Zinedine Zidane var aðstoðarmaður Carlo Ancelotti hjá Real Madrid tímabilið 2013-14 og hafði þjálfað varalið félagsins frá 2014. Hann verður fyrsti Frakkinn til að stýra Real Madrid.

Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hefur talað um Zidane sem framtíðarþjálfara Real Madrid og hann hefur nú tekið við eftir að Pérez rak ellefta þjálfaranna í þjálfaratíð sinni.

Sjá einnig: Zidane vildi fá Casillas aftur til Real Madrid

Zidane mætti með alla fjölskyldu sína á fundinn, eiginkonuna Véronique Fernández og strákana sína Enzo, Luca, Theo og Elyaz sem spila allir með yngri liðum Real Madrid.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá blaðamannafundinum í kvöld.

Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira