Innlent

Ráðist á mann í miðborginni

Ráðist var á mann í miðborginni upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi og var kallað á lögreglu. Árásarmaðurinn var á bak og burt þegar hún kom á vettvang en vitað er hver árásarmaðurinn er og verður haft upp á honum í dag. Þolandinn meiddist ekki alvarlega.

Svo var tilkynnt um heimilisofbeldi í Mosfellsbæ upp úr miðnæti, en ekki er getið um nánari málsatvik í skeyti lögreglunnar. Alls voru 49 mál bókuð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan sjö í gærkvöldi til klukkan hálf sex í morgun, en þau voru flest minniháttar.
Fleiri fréttir

Sjá meira