Innlent

Ráðist á mann í miðborginni

Ráðist var á mann í miðborginni upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi og var kallað á lögreglu. Árásarmaðurinn var á bak og burt þegar hún kom á vettvang en vitað er hver árásarmaðurinn er og verður haft upp á honum í dag. Þolandinn meiddist ekki alvarlega.

Svo var tilkynnt um heimilisofbeldi í Mosfellsbæ upp úr miðnæti, en ekki er getið um nánari málsatvik í skeyti lögreglunnar. Alls voru 49 mál bókuð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan sjö í gærkvöldi til klukkan hálf sex í morgun, en þau voru flest minniháttar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira