Innlent

Varðskip með Fróða í togi

Varðskipið Þór.
Varðskipið Þór. vísir/daníel

Varðskipið Þór er nú á landleið með fiskiskipið Fróða í togi, eftir að sjö manna áhöfnin hefur verið í volki og vandræðum í rúman sólarhring. Skipið fékk veiðarfærin í skrúfuna í fyrrinótt, þegar það var um átta mílur vestur af Eldey.

Annað fiskiskip kom þá til aðstoðar og reyndi að drga Fróða, en togvírarnir slitnuðu æ ofan í æ, enda orðið vont sjóveður og Fróði valt mikið. Var þá óskað efitr aðstoð Landhelgisgæslunnar í gærmorgun, sem sendi varðskipið Þór á vettvang, en illa gekk að koma taug á milli skipanna enda vindur um 25 metrar á sekúndu og mikill sjór.

Það tókst að lokum, en heimferðin sækist hægt vegna óveðurs. Þór er væntanlegur með Fróða til Hafnarfjarðar upp úr klukkan tíu. Enga sakaði um borð í Fróða í þessum erfiðleikum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira