Íslenski boltinn

Almarr tryggði KR sigur á Íslandsmeisturum FH

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Almarr Ormarsson.
Almarr Ormarsson. Vísir/Anton

KR vann 2-1 sigur á Íslandsmeisturum FH í fyrsta leik Fótbolta.net mótsins sem hófst í Fífunni í Kópavogi í kvöld.

Almarr Ormarsson skoraði sigurmark KR-inga þegar komið var fram í uppbótartíma leiksins.

Steven Lennon kom FH í 1-0 með marki rétt fyrir hálfleik en Gary Martin jafnaði metin á 77. mínútu þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu.

Í frétt um leikinn á fótbolti.net kom fram að FH-ingar hafi verið afar ósáttir með að sigurmarkið hafi fengi að standa því leikmaður KR lá eftir með höfuðmeiðsli þegar Almarr skoraði með skoti utan af kanti.

KR og FH er í í A-riðil mótsins eins og ÍA og Þróttur sem mætast í Akraneshöllinni á morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira