Íslenski boltinn

Sjáðu glæsimark Almars og mörkin þrjú úr Fífunni í gær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Almarr reyndist hetjan í gær.
Almarr reyndist hetjan í gær. vísir/anton

Almarr Ormarsson tryggði KR sigur á FH á dramatískan hátt í Fótbolta.net mótinu í gær, en lokatölur urðu 2-1 sigur Vesturbæjarliðsins.

Steven Lennon kom FH yfir í síðari hálfleik, en annar Englendingur, Gary Martin, jafnaði metin fyrir KR úr aukaspyrnu sem FH-ingar voru ekki sáttir við.

Almarr skoraði svo sigurmarkið með fallegu skoti, en einn KR-ingur lá inn í vítateig FH og vildu FH-ingar að dómarinn myndi stöðva leikinn. Allt kom fyrir ekki og glæsilegt skot Almars endaði í netinu.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan, en leikurinn var í beinni útsendingu á SportTV í gær. Tómas Meyer og markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson lýstu leiknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira