Innlent

Handtekin í þágu rannsóknar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Maður og kona frá Sviss sem farið hefur um ránshendi á Ströndum og víðar um land undanfarnar vikur voru handtekin í Norðurfirði á Ströndum í gærmorgun. Hér ræða lögreglumenn við fólkið og lætur þau gera grein fyrir góssi sem þau höfðu í tjaldi sínu.
Maður og kona frá Sviss sem farið hefur um ránshendi á Ströndum og víðar um land undanfarnar vikur voru handtekin í Norðurfirði á Ströndum í gærmorgun. Hér ræða lögreglumenn við fólkið og lætur þau gera grein fyrir góssi sem þau höfðu í tjaldi sínu. VÍSIR/STEFÁN
Svissneska parið sem braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði í síðustu viku var handtekið í gærmorgun. Þetta staðfestir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum.

„Við höfum handtekið erlent par sem hefur haldið sig á Ströndum og það er verið að flytja það hingað til Ísafjarðar í þágu rannsóknar málsins. Ég get ekki sagt mikið meira að sinni enda er þetta mál í rannsókn,“ segir Hlynur.

Eins og áður kom fram er parinu gefið að sök að hafa rænt úr Kaupfélaginu í Norðurfirði. Í framhaldinu faldi parið þýfið skammt frá Krossneslaug. Lögreglan hafði þó hendur í hári þess og viðurkenndi parið glæpinn. Nú hefur fólkið þó verið handtekið.

Sjá einnig: Glæpasaga úr íslenskri sveit: Frönskumælandi glæpapar heldur hreppnum í heljargreipum

Parið sem um ræðir er sama par og stal fríhafnarpoka mæðgna sem buðu því far til Reykjavíkur í lok apríl.

Ferðamennirnir sáu þó að sér í því tilfelli og skiluðu pokanum auk afsökunarbeiðni til móðurinnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×