Lífið

Innsetning úr kynlífsleikföngum

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Þema sýningarinnarinnar Hugskot er þrá og nautn.
Þema sýningarinnarinnar Hugskot er þrá og nautn. Vísir/GVA
Meðal verka á sýningunni Hugskot eftir myndlistarkonuna Lukku Sigurðardóttur er innsetning úr kynlífsleikföngum. „Ég er að gera svona „phallus“ altari, en sýningin í heild sinni er frekar kynferðisleg,“ segir Lukka.

Við undirbúning á sýningunni leitaði hún í hugarfylgsni sín en hún segir þá vinnu ólíka þeirri sem hún hefur áður lagt í. „Ég er að vinna svolítið öðruvísi núna en ég geri vanalega. Ákvað að kíkja aðeins um í hausnum á mér, fara í bakherbergin og fjalla um það sem ég fann þar,“ segir Lukka og hlær. 

„Ég er alveg pínku feimin með þetta, en fyrst ég ákvað að gera þetta þá ákvað ég bara að taka þetta alla leið,“ segir hún hress um altarið og bætir við: „Þetta er mjög grafískt, bara tilbeiðsla til „phallusins“. Ég var úti í París um daginn og keypti efniviðinn þar,“ segir Lukka og bætir við að Adam og Eva megastore sé einnig styrktaraðili sýningarinnar.

Altarið er þó ekki eina verkið á sýningunni heldur stendur hún einnig saman af vídeóverki, skúlptúr úr náttkjólum og ljósmyndum en þemað segir Lukka vera þrá og nautn og því vel við hæfi að sýningin sé opnuð í dag, á sjálfan Valentínusardaginn.

Hugskot verður opnuð klukkan fimm í galleríi Ekkisens sem er í kjallaranum á Bergstaðastræti 25b og verður hún opin vikulangt frá klukkan fjögur til átta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×