Handbolti

Aldrei unnið Svía í fyrsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kim Andersson er stórhætturlegur. Hér er hann í landsleik á móti Íslandi.
Kim Andersson er stórhætturlegur. Hér er hann í landsleik á móti Íslandi. Vísir/AFP
Íslenska handboltalandsliðið hefur ekki góða reynslu af því að byrja stórmót á móti Svíum. Þetta verður fimmta tilraunin í kvöld en í öll hin fjögur skiptin hefur liðið tapað á móti Svíum í fyrsta leik á stórmóti.

Svíar hafa í þrjú skipti verið með frábært lið sem endaði á því að vinna verðlaun á viðkomandi móti en sænska liðið sem vann Ísland í fyrsta leik á EM 2008 endaði í 5. sæti, sex sætum ofar en Ísland.

Hér fyrir neðan má sjá þau skipti þegar Ísland hefur mætt Svíþjóð í fyrsta leik á stórmóti.



Ísland og Svíþjóð í fyrsta leik á HM eða EM:

HM 1993 í Svíþjóð

Svíar unnu 5 marka sigur: 21-16

Svíþjóð: 3. sæti - Ísland: 8. sæti

EM 2000 í Króatíu

Svíar unnu 8 marka sigur: 31-23

Svíþjóð: 1. sæti - Ísland: 11. sæti

HM 2001 í Frakklandi

Svíar unnu 3 marka sigur: 24-21

Svíþjóð: 2. sæti - Ísland: 11. sæti

EM 2008 í Noregi

Svíar unnu 5 marka sigur: 24-19

Svíþjóð: 5. sæti - Ísland: 11. sæti

Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×