Handbolti

Gunnar Steinn er einn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar Steinn á EM fyrir ári síðan.
Gunnar Steinn á EM fyrir ári síðan. vísir/daníel
Líkt og venjulega á stórmótum eru tveir leikmenn saman á herbergi. Drengirnir kunna því ágætlega enda þarf að drepa mikinn frítíma á milli leikja. Þá er gott að vera með félagsskap.

Þar sem Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari valdi sautján manna hóp að þessu sinni þá verður einn leikmaður einn í herbergi. Það hlutskipti fær Gunnar Steinn Jónsson að þessu sinni en strákarnir verða vonandi duglegir að heimsækja hann.

Björgvin Páll tók við sem herbergisfélagi landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals er Ólafur Stefánsson hætti í landsliðinu. Róbert og Snorri Steinn, oft kallaðir Snobbi, eru sem fyrr saman og góðvinirnir Aron Pálmarsson og Stefán Rafn eru líklega með mikið stuðherbergi.

NFL-áhugamennirnir Arnór Atlason og Ásgeir Örn deila herbergi og því líklegt að þeir vaki aðeins of lengi frameftir næsta sunnudag. Hér að neðan má sjá herbergjaskipan hjá strákunum í Katar.

umbrot/garðar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×