Innlent

Skíðasvæðin opin norðan og sunnan heiða

Atli Ísleifsson skrifar
Allir að skella sér í brekkurnar!
Allir að skella sér í brekkurnar! Vísir/Vilhelm
Opið verður í Bláfjöllum milli klukkan 10 og 17 í dag. „Kóngurinn er því miður bilaður eftir að hafa steikst í eldingum sem hafa herjað á okkur undanfarið og einnig Töfrateppið. Drottningin, Kaðallinn og byrjendalyftur við Bláfjallaskála verða opnar í dag sem og flestar lyftur á suðursvæði,“ segir í tilkynningu. Fjögurra kílómetra göngubraut hefur verið lögð í kringum hólinn. 

Opið verður í Hlíðarfjalli á Akureyri milli klukkan 10 og 16. Í morgun voru tveir metrar á sekúndu og níu gráðu frost.

Skíðasvæðið í Tindastóll verður opið í dag frá klukkan 11 til 16. Í tilkynningu segir að nægur og góður snjór sé á svæðinu. Töfrateppið verður í gangi og göngubrautin troðin. Logn var í morgun, léttskýjað og 12 gráðu frost.

Á Siglufirði verður skíðasvæðið opið í dag frá klukkan 11 til 16. Segir að veðrið sé mjög gott,  suðaustangola, fimm stig frost og heiðskírt. „Færið er troðinn þurr snjór, mjög gott færi fyrir alla.“

Skíðasvæðið á Dalvík er opið í dag frá klukkan 11 til 15. Í tilkynningu segir að þar sé frábært útivistarveður, logn og sex gráðu frost og aðstæður til skíðaiðkunar eins og best verður á kosið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×