Sport

Federer og Hingis spila saman á ÓL

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Federer og Hingis eru hér saman á vellinum.
Federer og Hingis eru hér saman á vellinum. vísir/getty
Stærstu tennisstjörnur í sögu Sviss ætla að spila saman á Ólympíuleikunum í Ríó næsta sumar.

Þetta eru að sjálfsögðu Roger Federer og Martina Hingis. Það er nokkuð síðan þessi hugmynd kom upp og Federer hefur nú ákveðið að vera með.

Fólkið í Sviss er himinlifandi með þessa niðurstöðu enda eru þau bæði í miklum metum í heimalandinu.

Federer hefur unnið 17 stórmót á ferlinum og hin 35 ára Hingis hefur unnið 5 stórmót.

Hingis þurfti að hætta árið 2002 vegna meiðsla en kom aftur árið 2006. Sú endurkoma stóð stutt yfir því hún hætti árið 2007.  Hún hefur verið að keppa í tvíliðaleik síðan 2013 og hefur verið að vinna risamót með Danielu Hantuchovu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×