Leikjavísir

GameTíví spilar: Minecraft Story Mode

Samúel Karl Ólason skrifar
GameTívíbræðurnir Sverrir og Óli hentu sér í heim Minecraft og spiluðu leikinn Story mode, eftir Telltale. Leikurinn gengur út á að finna fjórar hetjur sem eru týndar og er hann allur kassalaga, eins og Minecraft er þekkt fyrir.

Telltale er fyrirtækið sem gerði meðal annars Game of Thrones og Walking dead leikina. Sverrir er ekki hrifinn, og segir Minecraft ganga út á að skapa, en þarna sé bara verið að fylgjast með sögunni ganga áfram.

Í lokin komast strákarnir þó í „action“ í restina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×