Lífið

Grunnskólakrakkar slá eldri borgara út af laginu:“Ha? Sæfíll?”

Andri Ólafsson skrifar

Íslenskan er í sífelldri þróun og má segja að ný slanguryrði verði til á nánast hverjum einasta degi með tilkomu tækninnar og ótal samfélagsmiðla.

Ísland í dag fékk hjónin Halldóru Helgu Kristjánsdóttur, 87 ára, og Jón Stein Haraldsson, 91 árs, til að setjast niður með grunnskólanemunum Hrefnu Kristínu Sigurjónsdóttur, 14 ára, og Óskari Andra Gerðarsyni, 14 ára, og athugaði hvort eldri borgararnir skildu þann orðaforða sem yngri kynslóðin notar í daglegu tali í dag.

Að sama skapi fengu eldri borgararnir að spyrja ungdóminn spjörunum úr er kemur að orðum sem þau voru vön að nota á sínum yngri árum en eins og sést í myndskeiðinu er gífurlegur munur á orðfærinu sem þessar tvær kynslóðir eru vanar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.