Innlent

Félagsmenn mótmæla fyrir utan stjórnarráðið

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
„Knýjum á um lausn deilunnar og mætum á samstöðufund.“
„Knýjum á um lausn deilunnar og mætum á samstöðufund.“ vísir/anton brink
SFR stéttarfélag, Sjúkraliðafélag Íslands og Landssamband lögreglumanna hafa boðað til samstöðufundar fyrir utan stjórnarráðið í fyrramálið. Þetta er í þriðja sinn á rúmri viku sem félagsmenn koma saman við stjórnarráðið.

Fundurinn hefst klukkan níu í fyrramálið, á sama tíma og ráðherrar hittast á ríkisstjórnarfundi.  Kjarasamningsviðræður félaganna þriggja standa enn yfir og ganga of hægt að mati forsvarsmanna. „Knýjum á um lausn deilunnar og mætum á samstöðufund,“ segir á vefsíðu SFR.

Deiluaðilar sitja nú við samningaborðið í húsakynnum ríkissáttasemjara. Félögin fara fram á sömu hækkanir og gerðardómur dæmdi öðrum starfsmönnum ríkisins í ár. Þau hafna sömu hækkunum og starfsmenn á almenna markaðnum fengu í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×