Innlent

Heilbrigðisráðherra vill að samkynhneigðir fái að gefa blóð

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. vísir/pjetur
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vill að leitað verði leiða til að breyta gildandi regluverki, svo að samkynhneigðum karlmönnum verði heimilt að gefa blóð. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Brynhildar Pétursdóttur, þingflokksformanns Bjartrar framtíðar.

Í svari Kristjáns segir að ráðuneytinu hafi borist fundargerð ráðgjafarnefndar um fagleg málefni í blóðgjafaþjónustu. Þar hafi komið fram að sumir nefndarmenn hafi óskað lausnar frá nefndarstörfum, meðal annars vegna breyttra starfa og verkefna, og að unnið sé að því skipa nýja nefndarmenn.

Þá nefnir nefndin nokkur lykilatriði sem hún telur sig þurfa að skoða og vinna að, meðal annars að öryggi blóðþega sé alltaf haft í fyrirrúmi og að ekki verði gerðar breytingar á reglum um blóðgjöf nema að vel ígrunduðu máli.

„Afstaða ráðherra er að leitað verði leiða til að breyta gildandi regluverki svo að samkynhneigðum karlmönnum verði heimilt að gefa blóð,“segir Kristján í svarinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×