Innlent

Ættu að íhuga alvarlega að beita ekki Dyflinnarákvæðinu

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar

Þó nokkrum sýrlenskum flóttamönnum hefur verið vísað frá landinu á þessu ári á grundvelli Dyflinnarákvæðisins. Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður VG spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra hvort hún teldi koma til greina að hætta að beita því við þessar aðstæður.  Hún sagði að svo væri ekki á þessum tímapunkti.

Ólíkar móttökur flóttamanna
Þórir Guðmundsson deildarstjóri hjá Rauða Krossinum segir bendir á að flóttamönnum með svipaðan bakgrunn, beðið ólíkar móttökur, annars vegar fangelsi  ef þeir eru ekki með skilyrði eðabrottvísun úr landi eða opinn faðmur stjórnvalda séu þeir kvótaflóttamenn. Hann bendir á að stjórnvöld geti valið að beita ekki Dyflinnarákvæðinu þegar hælisleitendur komi frá átakasvæðum og ættu að íhuga það mjög alvarlega.

„Ef hugmyndin er að taka við Sýrlendingum og öðrum sem eru að flýja af bardaga heima hjá sér, þá er þetta ein leið til að leyfa þeim að vera, að beita ekki þessari reglugerð,” segir Þórir Guðmundsson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.