Lífið

Efri Stéttin mætt á Vísi með sjötta þáttinn

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Sjötti þáttur Efri stéttarinnar er kominn á Vísi, hann má sjá í spilaranum hér að ofan. Krakkarnir í Efri stéttinni hafa vakið lukku í sumar með grínsketsaþáttum sínum. Þátturinn er sá sjötti af tíu.

Þáttastjórnendur spyrja sig í þessari viku áleitinna spurninga á borð við: „Er í alvöru svo slæmt að bíða í röð á Dunkin Donuts? Myndirðu frekar labba heim í Mosó?“

Í þættinum er komið víða við. Efri Stéttin heimsækir viðurkenndan Voodoo prest. Og skoðar hvernig sé að vera á skallanum á djamminu.

Meðlimir Efri stéttarinnar eru þau Árni Steinn Viggósson, Bergþór Másson, Melkorka Davíðsdóttir Pitt, Ágúst Elí Ásgeirsson, Brynjar Barkarson, Birna María Másdóttir og Kári Eldjárn. Hluti þeirra hefur gert það gott í skemmtiþáttum Verzlunarskóla Íslands 12:00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×